Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 14. nóvember 2024 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö félög bítast um Leroy Sane - Endar Zubimendi hjá Arsenal?
Powerade
Leroy Sané.
Leroy Sané.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Martin Zubimendi er orðaður við Arsenal en hann hefur einnig verið orðaður við önnur félög á Englandi; Liverpool og Manchester City.
Martin Zubimendi er orðaður við Arsenal en hann hefur einnig verið orðaður við önnur félög á Englandi; Liverpool og Manchester City.
Mynd: Getty Images
Murillo, varnarmaður Nottingham Forest, er orðaður við tvö af stærstu félögum heims.
Murillo, varnarmaður Nottingham Forest, er orðaður við tvö af stærstu félögum heims.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta fimmtudegi. Þetta er allt það helsta.

Manchester United og Arsenal eru að berjast um Leroy Sane (28), kantmann Bayern München. Hann verður samningslaus næsta sumar. (Bild)

Liverpool er í viðræðum við Mohamed Salah (32) um nýjan samning en það er langt í land. (Florian Plettenberg)

Arsenal er að fylgjast með stöðu mála hjá Martin Zubimendi (25), miðjumanni Real Sociedad. (Independent)

Barcelona og Real Madrid hafa áhuga á Murillo (22), varnarmanni Nottingham Forest. (Sport)

Manchester United er með augastað á Milos Kerkez (21), vinstri bakverði Bournemouth og ungverska landsliðsins. (Football Transfers)

Liverpool er að íhuga að reyna að fá framherjann Ricardo Pepi (21) frá PSV Eindhoven en Bayern München, Dortmund og Atletico Madrid eru einnig að skoða hann. (Caughtoffside)

Man Utd er að íhuga að reyna við Martin Baturina (21), miðjumann Dinamo Zagreb, í janúar en Barcelona og Atletico Madrid hafa einnig fylgst með honum. (Teamtalk)

West Ham er að skoða Igor Jesus (23), sóknarmann Botafogo í Brasilíu, til að styrkja liðið. (Football Insider)

Hjá Newcastle eru menn rólegir yfir samningastöðu Alexander Isak (25) þrátt fyrir að áhuginn sé mikill á honum. (Newcastle Chronicle)

Tottenham hefur mikla fjármuni til að bæta við miðverði í janúarglugganum. (Football Insider)

Roberto Olabe mun hætta sem yfirmaður fótboltamála hjá Real Sociedad eftir tímabilið. Hann gæti farið yfir til Arsenal. (Times)

Tottenham hefur hafið ferlið við að framlengja samning Son Heung-min (32) til sumarsins 2026. (Fabrizio Romano)

Sergio Ramos (38), fyrrum varnarmaður Real Madrid, er í viðræðum við brasilíska félagið Corinthians. (Sport)

Odysseas Vlachodimos (30), markvörður Newcastle, vill vera áfram og berjast fyrir sæti sínu þrátt fyrir að útlit sé fyrir að James Trafford (22) komi til Newcastle frá Burnley næsta sumar. (The I)

Chelsea hefur sett Tomas Araujo (22), varnarmann Benfica, og Illia Zabarnyi (22), varnarmann Bournemouth, á óskalista sinn. (Football Transfers)
Athugasemdir
banner
banner
banner