lau 14. desember 2019 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milner: Vindurinn gerði okkur erfitt fyrir
Milner í leiknum.
Milner í leiknum.
Mynd: Getty Images
„Þetta var einn af þessum dögum. Vindurinn gerði okkur erfitt fyrir," sagði James Milner, leikmaður Liverpool, eftir 2-0 sigur á Watford í dag.

Liverpool spilaði ekki sinn besta leik, en náði samt að vinna 2-0.

„Við spiluðum of mikið af löngum boltum. Stundum verðurðu að spila eftir aðstæðum. Þetta er það sama fyrir bæði lið. Við vissum að þetta yrði erfitt í dag, það er kominn inn nýr þjálfari hjá þeim og leikmenn vilja sanna sig."

Mohamed Salah skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum og hann var nokkuð sáttur.

„Þetta var frábær sending í fyrra markinu. Við spiluðum gegn erfiðu liði. Þeir eiga ekki að vera þar sem þeir eru í töflunni miðað við þessa frammistöðu. Við erum með reynslu í að landa sigrum. Ég held að áhorfendur séu stundum stressaðir þegar við erum bara einu marki yfir, en við höfum alltaf trú á sigri," sagði Salah við BT Sport.

Liverpool hefur unnið alla leiki nema einn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er á toppnum. Eini leikurinn sem Liverpool bar ekki sigur úr býtum í, var gegn Manchester United þar sem leikar enduðu 1-1.
Athugasemdir
banner
banner