Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 14. desember 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Damir mjög vonsvikinn: Þurfum að finna af hverju við erum svona á útivelli
Damir í leiknum í kvöld
Damir í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Lítið hægt að segja annað en mikil vonbrigði, þetta var ekki það sem við ætluðum okkur í dag," sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir slæmt tap gegn Zorya í lokaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

Breiðablik lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en Damir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Zorya í 2-0. Liðið hefur

„Það er gamla góða klisjan að við mættum ekki til leiks. Fyrsta markið sjokkerar okkur svo kemur annað markið í kjölfarið þar sem við skorum sjálfsmark og það fer með leikinn," sagði Damir.

Liðið hefur lent 3-0 undir í öllum útileikjunum í riðlakeppninni.

„Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en samt þurfum við að finna af hverju við erum svona á útivelli, af hverju frammistaðan var góð á móti Maccabi og svo ekki góð núna á útivelli," sagði Damir.

Varnarleikur Breiðabliks hefur verið gagnrýndur og Damir skilur þá gagnrýni vel.

„Það má segja að þetta sé sanngjörn gagnrýni. Við vitum hvað við getum en einhvern vegin höfum við ekki 'performað' eins vel og í fyrra og árið áður. Ég er ekki með útskýringu á því núna, maður þarf að skoða tímabilið og fara yfir það hvað maður á að gera betur," sagði Damir.

Damir var ekki sáttur með dómara leiksins eftir atvik sem átti sér stað inn í vítateig Zorya í síðari hálfleik.

„Held að hann hafi tekið Viktor Margeirs hálstaki. Þetta var einhver hrokafyllsti dómari sem ég hef séð á ævi minni, hann vildi ekki einu sinni skoða þetta," sagði Damir.

Hann gengur sáttur frá borði eftir árangurinn á tímabilinu.

„Það hefur verið geðveikt, eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert. Maður verður bara að læra af þessu, geggjað að vera með þessu með vinum sínum, algjör forréttindi að vera hérna," sagði Damir.

Tímabilinu sjö í einkunn rétt eins og Viktor Karl.

„Einn góður maður sagði í dag 7 af 10, ég verð að vera sammála honum. Við vildum gera betur heima fyrir og í Evrópu en við getum verið stoltir af þessari Evrópuferð hjá okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner