West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
banner
   fim 14. desember 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Damir mjög vonsvikinn: Þurfum að finna af hverju við erum svona á útivelli
Damir í leiknum í kvöld
Damir í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Lítið hægt að segja annað en mikil vonbrigði, þetta var ekki það sem við ætluðum okkur í dag," sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir slæmt tap gegn Zorya í lokaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

Breiðablik lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en Damir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Zorya í 2-0. Liðið hefur

„Það er gamla góða klisjan að við mættum ekki til leiks. Fyrsta markið sjokkerar okkur svo kemur annað markið í kjölfarið þar sem við skorum sjálfsmark og það fer með leikinn," sagði Damir.

Liðið hefur lent 3-0 undir í öllum útileikjunum í riðlakeppninni.

„Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en samt þurfum við að finna af hverju við erum svona á útivelli, af hverju frammistaðan var góð á móti Maccabi og svo ekki góð núna á útivelli," sagði Damir.

Varnarleikur Breiðabliks hefur verið gagnrýndur og Damir skilur þá gagnrýni vel.

„Það má segja að þetta sé sanngjörn gagnrýni. Við vitum hvað við getum en einhvern vegin höfum við ekki 'performað' eins vel og í fyrra og árið áður. Ég er ekki með útskýringu á því núna, maður þarf að skoða tímabilið og fara yfir það hvað maður á að gera betur," sagði Damir.

Damir var ekki sáttur með dómara leiksins eftir atvik sem átti sér stað inn í vítateig Zorya í síðari hálfleik.

„Held að hann hafi tekið Viktor Margeirs hálstaki. Þetta var einhver hrokafyllsti dómari sem ég hef séð á ævi minni, hann vildi ekki einu sinni skoða þetta," sagði Damir.

Hann gengur sáttur frá borði eftir árangurinn á tímabilinu.

„Það hefur verið geðveikt, eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert. Maður verður bara að læra af þessu, geggjað að vera með þessu með vinum sínum, algjör forréttindi að vera hérna," sagði Damir.

Tímabilinu sjö í einkunn rétt eins og Viktor Karl.

„Einn góður maður sagði í dag 7 af 10, ég verð að vera sammála honum. Við vildum gera betur heima fyrir og í Evrópu en við getum verið stoltir af þessari Evrópuferð hjá okkur."


Athugasemdir
banner