Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 14. desember 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Damir mjög vonsvikinn: Þurfum að finna af hverju við erum svona á útivelli
Damir í leiknum í kvöld
Damir í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Lítið hægt að segja annað en mikil vonbrigði, þetta var ekki það sem við ætluðum okkur í dag," sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir slæmt tap gegn Zorya í lokaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

Breiðablik lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en Damir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Zorya í 2-0. Liðið hefur

„Það er gamla góða klisjan að við mættum ekki til leiks. Fyrsta markið sjokkerar okkur svo kemur annað markið í kjölfarið þar sem við skorum sjálfsmark og það fer með leikinn," sagði Damir.

Liðið hefur lent 3-0 undir í öllum útileikjunum í riðlakeppninni.

„Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en samt þurfum við að finna af hverju við erum svona á útivelli, af hverju frammistaðan var góð á móti Maccabi og svo ekki góð núna á útivelli," sagði Damir.

Varnarleikur Breiðabliks hefur verið gagnrýndur og Damir skilur þá gagnrýni vel.

„Það má segja að þetta sé sanngjörn gagnrýni. Við vitum hvað við getum en einhvern vegin höfum við ekki 'performað' eins vel og í fyrra og árið áður. Ég er ekki með útskýringu á því núna, maður þarf að skoða tímabilið og fara yfir það hvað maður á að gera betur," sagði Damir.

Damir var ekki sáttur með dómara leiksins eftir atvik sem átti sér stað inn í vítateig Zorya í síðari hálfleik.

„Held að hann hafi tekið Viktor Margeirs hálstaki. Þetta var einhver hrokafyllsti dómari sem ég hef séð á ævi minni, hann vildi ekki einu sinni skoða þetta," sagði Damir.

Hann gengur sáttur frá borði eftir árangurinn á tímabilinu.

„Það hefur verið geðveikt, eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert. Maður verður bara að læra af þessu, geggjað að vera með þessu með vinum sínum, algjör forréttindi að vera hérna," sagði Damir.

Tímabilinu sjö í einkunn rétt eins og Viktor Karl.

„Einn góður maður sagði í dag 7 af 10, ég verð að vera sammála honum. Við vildum gera betur heima fyrir og í Evrópu en við getum verið stoltir af þessari Evrópuferð hjá okkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner