Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   fim 14. desember 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Damir mjög vonsvikinn: Þurfum að finna af hverju við erum svona á útivelli
Damir í leiknum í kvöld
Damir í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Lítið hægt að segja annað en mikil vonbrigði, þetta var ekki það sem við ætluðum okkur í dag," sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir slæmt tap gegn Zorya í lokaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

Breiðablik lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en Damir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Zorya í 2-0. Liðið hefur

„Það er gamla góða klisjan að við mættum ekki til leiks. Fyrsta markið sjokkerar okkur svo kemur annað markið í kjölfarið þar sem við skorum sjálfsmark og það fer með leikinn," sagði Damir.

Liðið hefur lent 3-0 undir í öllum útileikjunum í riðlakeppninni.

„Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en samt þurfum við að finna af hverju við erum svona á útivelli, af hverju frammistaðan var góð á móti Maccabi og svo ekki góð núna á útivelli," sagði Damir.

Varnarleikur Breiðabliks hefur verið gagnrýndur og Damir skilur þá gagnrýni vel.

„Það má segja að þetta sé sanngjörn gagnrýni. Við vitum hvað við getum en einhvern vegin höfum við ekki 'performað' eins vel og í fyrra og árið áður. Ég er ekki með útskýringu á því núna, maður þarf að skoða tímabilið og fara yfir það hvað maður á að gera betur," sagði Damir.

Damir var ekki sáttur með dómara leiksins eftir atvik sem átti sér stað inn í vítateig Zorya í síðari hálfleik.

„Held að hann hafi tekið Viktor Margeirs hálstaki. Þetta var einhver hrokafyllsti dómari sem ég hef séð á ævi minni, hann vildi ekki einu sinni skoða þetta," sagði Damir.

Hann gengur sáttur frá borði eftir árangurinn á tímabilinu.

„Það hefur verið geðveikt, eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert. Maður verður bara að læra af þessu, geggjað að vera með þessu með vinum sínum, algjör forréttindi að vera hérna," sagði Damir.

Tímabilinu sjö í einkunn rétt eins og Viktor Karl.

„Einn góður maður sagði í dag 7 af 10, ég verð að vera sammála honum. Við vildum gera betur heima fyrir og í Evrópu en við getum verið stoltir af þessari Evrópuferð hjá okkur."


Athugasemdir
banner