Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   fim 14. desember 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Damir mjög vonsvikinn: Þurfum að finna af hverju við erum svona á útivelli
Damir í leiknum í kvöld
Damir í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Lítið hægt að segja annað en mikil vonbrigði, þetta var ekki það sem við ætluðum okkur í dag," sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir slæmt tap gegn Zorya í lokaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

Breiðablik lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en Damir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Zorya í 2-0. Liðið hefur

„Það er gamla góða klisjan að við mættum ekki til leiks. Fyrsta markið sjokkerar okkur svo kemur annað markið í kjölfarið þar sem við skorum sjálfsmark og það fer með leikinn," sagði Damir.

Liðið hefur lent 3-0 undir í öllum útileikjunum í riðlakeppninni.

„Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en samt þurfum við að finna af hverju við erum svona á útivelli, af hverju frammistaðan var góð á móti Maccabi og svo ekki góð núna á útivelli," sagði Damir.

Varnarleikur Breiðabliks hefur verið gagnrýndur og Damir skilur þá gagnrýni vel.

„Það má segja að þetta sé sanngjörn gagnrýni. Við vitum hvað við getum en einhvern vegin höfum við ekki 'performað' eins vel og í fyrra og árið áður. Ég er ekki með útskýringu á því núna, maður þarf að skoða tímabilið og fara yfir það hvað maður á að gera betur," sagði Damir.

Damir var ekki sáttur með dómara leiksins eftir atvik sem átti sér stað inn í vítateig Zorya í síðari hálfleik.

„Held að hann hafi tekið Viktor Margeirs hálstaki. Þetta var einhver hrokafyllsti dómari sem ég hef séð á ævi minni, hann vildi ekki einu sinni skoða þetta," sagði Damir.

Hann gengur sáttur frá borði eftir árangurinn á tímabilinu.

„Það hefur verið geðveikt, eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert. Maður verður bara að læra af þessu, geggjað að vera með þessu með vinum sínum, algjör forréttindi að vera hérna," sagði Damir.

Tímabilinu sjö í einkunn rétt eins og Viktor Karl.

„Einn góður maður sagði í dag 7 af 10, ég verð að vera sammála honum. Við vildum gera betur heima fyrir og í Evrópu en við getum verið stoltir af þessari Evrópuferð hjá okkur."


Athugasemdir
banner
banner