banner
   fös 15. janúar 2021 14:30
Enski boltinn
Gylfi kominn á flug eftir að hafa verið í lægð
Mynd: Getty Images
Everton er í 5. sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir gott gengi undanfarnar vikur. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í lykilhlutverki að undanförnu eftir að hafa verið varamaður í byrjun tímabils.

„Það hvarflaði ekki í eina sekúndu að mér að hann yrði ekki byrjunarliðsmaður þegar myndi líða á. Gylfi er það vinnusamur og hann hentar öllum fótboltaliðum," sagði Magnús Gylfason í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn."

„Hann vann sig inn í liðið og hefur ásamt liðinu og Ancelotti snúið dæminu við. Þeir eru á frábæru skriði núna og eru með fínasta lið."

Hörður Magnússon sagði: „Ancelotti er topp stjóri og hefur sýnt það í gegnum tíðina. Væntingar stuðningsmanna Everton eru óraunhæfar og hafa verið það í áratugi. Gylfi lenti í þeirri vél einhverneginn að vera rakkaður niður."

„Gylfi fór í smá lægð með landsliðinu og Everton og það era lgjörlega mannlegt. Þú getur ekki haldið sama standard endalaust. Hvað sem veldur þá var þetta ekki sami Gylfi."

„Hann hefur sýnt það enn og aftur að hann kemur sterkur til baka og hann er nauðsynlegur þessu Everton liði. Ég held samt að þeir verði að teljast góðir ef þeir ná topp sex,"
sagði Hörður.

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner