Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. janúar 2023 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man ekki til þess að Víkingur hafi fengið leyfi til að ræða við Orra
Orri Hrafn gerir sig klárann í að koma inn á í leik hjá Val síðasta sumar.
Orri Hrafn gerir sig klárann í að koma inn á í leik hjá Val síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikmenn velja svo bara hvert þeir fara. Við höfum tekið söluræðu á leikmann, Orra [Hrafn Kristjánsson], sem endaði í Val," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í síðustu viku.

Arnar lét þessi ummæli falla í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni en þar var hann að svara nafna sínum, Arnari Grétarssyni, sem hafði tjáð sig stuttu áður í Valshlaðvarpinu Vængjum Þöndum þar sem hann gaf í skyn að það væri flókið að fá unga og spennandi leikmenn í Val þar sem þjálfarar Breiðabliks og Víkings væru með sterkar tengingar við umboðsmenn.

Í kjölfarið á þessari umræðu þá hefur Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, tjáð sig á samfélagsmiðlum.

Miðað við það sem hann kastar fram þá braut Víkingur reglur í eltingarleik sínum við áðurnefndan Orra Hrafn. Hann kveðst ekki muna eftir því að Fylkir hafi gefið leyfi á það en leikmaðurinn átti tvö ár eftir af samningi í Árbænum.

„Áhugavert að hér talar Arnar Gunnlaugs um það að bæði hann og Valsmenn hafi verið með söluræðu til Orra Hrafns í fyrra, sem var samt með tvö ár eftir að samningnum við Fylki. Ég man ekki eftir að félagið hafi veitt leyfi fyrir því," skrifar Hrafnkell á Twitter en hér fyrir neðan má sjá færslu hans.

Orri Hrafn, sem er efnilegur leikmaður, var keyptur í Val fyrir síðustu leiktíð og er búinn að spila eitt tímabil með félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner