Þrír leikir fara fram í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:30 í kvöld.
Leicester tekur á móti Crystal Palace á King Power-leikvanginum. Ruud van NIstelrooy, stjóri Leicester, gerir þrjár breytingar en þeir Wout Faes, Facundo Buonanotte og Victor Kristiansen koma allir inn.
Oliver Glasner gerir á meðan eina breytingu á liði Palace. Will Hughes kemur inn á miðsvæðið fyrir Cheick Doucoure.
Amadou Onana er í byrjunarliði Aston Villa gegn sínum gömlu félögum í Everton er liðin eigast við á Goodison Park en það er ein af fjórum breytingum sem Unai Emery gerir. Emiliano Martínez kemur þá aftur í markið.
David Moyes er að stýra sínum fyrsta leik með Everton í tólf ár en hann gerir sex breytingar frá sigrinum gegn Peterborough. Jordan Pickford kemur aftur í markið og þá koma þeir Dominic Calvert-Lewin, Ashley Young, James Tarkowski, Abdoulaye Doucoure og Jack Harrison einnig inn í liðið.
Newcastle mætir þá Wolves en Eddie Howe, stjóri félagsins, gerir níu breytingar frá bikarsigrinum gegn Bromley um helgina. Joelinton og Martin Dubravka eru þeir einu sem halda sæti sínu í liðinu. Vitor Pereira gerir á meðan eina breytingu á liði Wolves en Jose Sa kemur aftur í markið fyrir Sam Johnstone.
Leicester: Stolarczyk, Justin, Faes, Vestergaard, Kristiansen, Winks, Soumare, Buonanotte, El Khannouss, Mavididi, Vardy.
Crystal Palace: Henderson,Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Lerma, Hughes, Eze, Sarr, Mateta.
Everton: Pickford, Young, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Mangala, Gueye, Doucoure, Harrison, Ndiaye, Calvert-Lewin.
Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Digne, Onana, Kamara, Ramsey, Tielemans, Rogers, Watkins.
Newcastle: Dubravka, Livramento, Burn, Botman, Hall, Bruno Guimaraes, Tonali, Joelinton, Murphy, Isak, Gordon
Wolves: Sa, R Gomes, Doherty, Bueno, Agbadou, Andre, J Gomes, Guedes, J Gomes, Hwang, Strand Larsen
Athugasemdir