Liverpool hafnaði tilboði í Nunez, Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku og Rashford vill fara til Barcelona. Þetta og svo mikið fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tók saman.
Liverpool hefur hafnað 70 milljóna punda tilboði frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu í úrúgvæska framherjann Darwin Nunez (25). (Anfield Watch)
Liverpool hefur áhuga á Stefanos Tzimas (19), leikmanni Nurnberg, en gríski framherjinn er hugsanlega falur fyrir um 20 milljónir punda. Chelsea, Brighton og Aston Villa hafa einnig áhuga á honum. (Sky Þýskalandi)
West Ham hefur áhuga á að fá portúgalska framherjann Andre Silva (29) á láni frá RB Leipzig út tímabilið. (Guardian)
Aston Villa hefur hafnað tilboði upp á 40 milljónir punda frá West Ham í kólumbíska framherjann Jhon Duran (21). (Talksport)
Chelsea vill fá 65 milljónir punda fyrir framherjann Christopher Nkunku (27). Bayern München hefur áhuga á franska framherjanum sem sagður er óánægður á Brúnni. (Athletic)
Arsenal er í viðræðum um kaup á Martin Zubimendi (25), miðjumann Real Sociedad og Spánar, á 51 milljón punda næsta sumar. (Mail)
Marcus Rashford (27) vill mest fara til Barcelona umfram aðra valkosti ef hann yfirgefur Manchester United í þessum mánuði. (Sport)
Keppinautar Manchester United telja að félagið gæti selt uppalda leikmenn í janúar út af fjárhagsreglunum um hagnað og sjálfbærni. Horft er til Rashford, Kobbie Mainoo (19) og Alejandro Garnacho (20). (Telegraph)
Juventus er að nálgast lánssamning við franska framherjann Randal Kolo Muani (26) hjá PSG. (Gazzetta dello Sport)
Argentínski framherjinn Lionel Messi (37) gæti gengið til liðs við Barcelona meðan hlé er á MLS-deildinni eftir að hann gerir nýjan samning við Inter Miami. (El Nacional)
Manchester United er á meðal þeirra félaga sem íhuga að gera 40 milljóna punda tilboð í japanska markvörðinn Zion Suzuki (22) hjá Parma. (Talksport)
Brasilíska félagið Flamengo vill fá ítalska miðjumanninn Jorginho (33) en samningur hans við Arsenal rennur út í sumar. (Sky Sports)
Franski miðvörðurinn Axel Disasi (26) er einn af þeim leikmönnum Chelsea sem eru óánægðir með leiktíma og gæti verið á förum. (Mirror)
Newcastle hefur verið að skoða enska miðvörðinn Fikayo Tomori (27) hjá AC Milan. (Football Insider)
Celtic er eitt af þeim félögum sem hafa áhuga á að fá enska framherjann Louie Barry (21) á láni frá Aston Villa. (Sky Sports)
West Ham er í viðræðum við Marseille um franska framherjann Elye Wahi (22). (ESPN)
Hamrarnir hafa einnig áhuga á þýska varnarmanninum Finn Jeltsch (18) hjá Nurnberg. Þeir mæta samkeppni frá öðrum enskum úrvalsdeildarfélögum og félögum í þýsku Bundesligunni. (Florian Plettenberg)
Framkvæmdastjóri deildarinnar í Sádi-Arabíu, Omar Mugharbel, segir að það sé „tímaspursmál“ hvenær félag úr deildinni kaupi brasilíska framherjann Vinicius Junior (24) frá Real Madrid. (Marca)
Fyrrum miðjumaður Manchester United og Spánar, Ander Herrera (35), mun ganga til liðs við argentínska félagið Boca Juniors frá Athletic Bilbao á Spáni. (Fabrizio Romano)
Sheffield United hefur boðið 7 milljónir punda í Tom Cannon (22), framherja Leicester, sem er á láni hjá Stoke. (Football Insider)
Athugasemdir