Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. febrúar 2021 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: Sverrir Ingi lagði upp í sigri PAOK
Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu gegn Giannina í dag
Sverrir Ingi Ingason hélt hreinu gegn Giannina í dag
Mynd: PAOK - Twitter
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn er gríska liðið PAOK vann Pas Giannina 2-0 í úrvalsdeildinni í dag. Hann lagði þá upp fyrra mark liðsins.

Sverrir var í hjarta varnarinnar hjá PAOK en þessi öflugi miðvörður skoraði í síðasta leik liðsins í 2-2 jafnteflinu gegn Apollon Smyrnis.

Hann og liðsfélagar hans náðu að halda hreinu gegn Giannina í dag en auk þess gerði liðið tvö mörk. Sverrir átti stoðsendinguna í fyrra markinu en hann átti langa sendingu á Andrija Zivkovic sem keyrði inn í teig og skoraði örugglega.

Sverrir hefur verið einn af lykilmönnum PAOK en hann hefur spilað 29 leiki í öllum keppnum og skorað 5 mörk.

PAOK er í 4. sæti grísku deildarinnar með 43 stig en bæði Aris og AEK eru með sama stigafjölda en betri markatölur og sitja því í 2. og 3. sætinu. Olympiakos er í efsta sætinu með 57 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner