Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. febrúar 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Guðni sjálfkjörinn formaður áfram
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt stefnir í að Guðni Bergsson verði sjálfkörinn sem formaður KSÍ áfram til næstu tveggja ára.

Guðni tók við sem formaður KSÍ árið 2017 eftir að hafa haft betur gegn Birni Einarssyni í formannslag.

Enginn býður sig fram á móti Guðna á næsta ársþingi KSÍ sem verður þann 27. febrúar og verður rafrænt vegna Covid-19 ástandsins.

„Við höfum ekki séð slíkt ennþá, en við erum að fara yfir alla okkar samskiptamiðla til að ganga úr skugga um að það leynist ekki eitthvað þar," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi.

Í dag verður tilkynning send með upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar.

Tveggja ára kjörtímabili fjögurra stjórnarmanna KSÍ lýkur á þinginu en þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Það eru Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Þorsteinn Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner