Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 15. febrúar 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Daily Mail 
Sautján ára sóknarmaður Man Utd vekur umtal
Margir stuðningsmenn Manchester United notuðu leitarvélar og flettu upp nafninu Joe Hugill eftir að þessi sautján ára strákur skoraði fjögur mörk fyrir varalið United, U23 liðið, í 6-3 sigri gegn Liverpool þann 30. janúar.

Strákurinn hefur vakið athygli og Daily Mail birtir ítarlega grein um hann í dag.

Sóknarmaðurinn ungi var keyptur frá uppeldisfélagi hans, Sunderland, síðasta sumar á 300 þúsund pund. Margir stuðningsmenn Sunderland urðu svekktir þegar Hugill kvaddi.

Arsenal, Tottenham, Wolves, Leeds og ónefnt þýskt félag höfðu öll áhuga á stráknum en hann sagði að United hefði hentað sér best.

„Við töldum að Man United væri rétta félagið fyrir mig. Það var aldrei spurning eftir að þeir sýndu áhuga. Að spila fyrir félag eins og United er draumur allra krakka. Það var súrrealískt að skrifa undir," sagði Hugill.

Hvaða stöðu spilar hann?
Sem fremsti sóknarmaður. Hann er alls kominn með fjórtán mörk á þessu tímabili, hefur skorað átta sinnum fyrir U23 liðið og sex fyrir U18.

Auk þess að vera með markaskoraragenið þá er hann afskaplega góður með boltann og er hávaxinn. Hann er enn að þróast líkamlega.

Samanburður við Harry Kane
Honum hefur verið líkt við Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins. Þeir eru líkir að því að leyti að vera ekkert sérstaklega hraðir en geta skorað bæði með vinstri og hægri fæti.

Eftir mörkin fjögur gegn varaliði Liverpool fékk Hugill hrós frá Ole Gunnar Solskjær. Norðsmaðurinn sagði að það væri spenna fyrir því að fylgjast með þróun sóknarmannsins unga.
Athugasemdir