Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 15. febrúar 2021 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Athletic Bilbao vann fjögurra marka sigur á Cadiz
Cadiz 0 - 4 Athletic
0-1 Alex Berenguer ('5 )
0-2 Unai Lopez ('15 )
0-3 Alex Berenguer ('29 )
0-4 Inaki Williams ('52 )

Athletic Bilbao vann Cadiz 4-0 í spænsku deildinni í kvöld en Alex Berenguer skoraði tvö mörk fyrir gestina.

Berenguer kom Bilbao yfir á 5. mínútu með góðu hægri fótar skoti eftir sendingu frá Inaki Williams. Unai Lopez var á ferðinni tíu mínútum síðar áður en Berenguer gerði þriðja markið á 29. mínútu leiksins.

Hinn eldsnöggi Williams skoraði sjöunda mark sitt á tímabilinu á 52. mínútu og gulltryggði sigur Athletic.

Bilbao er í tíunda sæti með 28 stig á meðan Cadiz er í fimmtánda sæti með 24 stig.
Athugasemdir