Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 17:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áfall fyrir Man Utd: Amad frá út tímabilið - Mainoo líka meiddur
Mynd: EPA
Það eru mikil meiðslavandræði í hópi Manchester United eftir æfingavikuna en Amad Diallo mun ekki spila meira á tímabilinu og þá eru þrír aðrir meiddir.

Amad meiddist á ökkla og verður frá næstu þrjá mánuðina sem þýðir að hann mun ekki spila meira með liðinu á tímabilinu. Hann hefur staðið sig vel undir stjórrn Ruben Amorim en hann hefur skorað níu mörk og lagt upp sjö í 36 leikjum á tímabilinu.

Laurie Whitwell hjá The Athletic greinir frá því að Kobbie Mainoo sé einnig meiddur og gæti verið frá næstu vikurnar.

Þá meiddust Manuel Ugarte og Toby Collyer en þeir fara í frekari rannsóknir til að skera úr um hvort þeir geti spilað gegn Tottenham á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner