Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 16. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef við höldum þessum mannskap og höldum þessum þjálfara þá held ég að Tottenham vinni pottþétt stóran titil. Við gerum örugglega atlögu að enska bikarnum í maí,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Jóhann Alfreð er harður stuðningsmaður Tottenham eins og félagi hans Björn Bragi Arnarsson en báðir eru þeir í uppistandshópnum Mið-Ísland.

„Þetta eru miklu skemmtilegri leikir núna en áður og stöðugleikinn er kominn. Tottenham hefur oft átt frábæra leiki undanfarin ár en svo hræðilega leiki inn á milli. Núna er þetta orðið alvöru lið sem hræðist engan. Þetta er ungt lið sem er samt komið með smá reynslu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að það geti orðið meistari. Mér finnst þetta Tottenham hafa spilað skemmtilegasta boltann í vetur,“ sagði Björn Bragi um Tottenham.

Besta tímabilið var eins og að vera kýldur í magann
Hjálmar Örn Jóhannsson tók undir með þeim. „Við eigum eftir að landa titli á næstu árum, ég held að það sé ekki spurning. Það vantar samt einn egó kall sem hristir upp í þessu. Einhvern sem er stór og mikill, týpu eins og Costa. Allir í liðinu eru góðir í fótbolta og góðir vinir en það vantar einhvern sem hefur unnið eitthvað alvöru,“ sagði Hjálmar.

Tottenham endaði í 3. sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra eftir að hafa verið í titilbaráttu við Leicester fram á vor.

„Tímabilið í fyrra hefði undir eðlilegum kringumstæðum verið frábært en samt var þetta skrýtið. Tottenham var í fyrsta lagi að berjast við Leicester um titilinn. Leicester vann titilinn og allir fíluðu það nema Tottenham menn. Síðan kom tap gegn Newcastle í lokaumferðinni og Arsenal komst upp fyrir okkur. Þetta var skrýtið. Þetta var besta tímabil frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en samt leið manni eins og maður hefði verið kýldur í magann,“ sagði Jóhann Alfreð.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner