Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   fim 16. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tottenham er á góðri leið.
Tottenham er á góðri leið.
Mynd: Getty Images
„Ef við höldum þessum mannskap og höldum þessum þjálfara þá held ég að Tottenham vinni pottþétt stóran titil. Við gerum örugglega atlögu að enska bikarnum í maí,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Jóhann Alfreð er harður stuðningsmaður Tottenham eins og félagi hans Björn Bragi Arnarsson en báðir eru þeir í uppistandshópnum Mið-Ísland.

„Þetta eru miklu skemmtilegri leikir núna en áður og stöðugleikinn er kominn. Tottenham hefur oft átt frábæra leiki undanfarin ár en svo hræðilega leiki inn á milli. Núna er þetta orðið alvöru lið sem hræðist engan. Þetta er ungt lið sem er samt komið með smá reynslu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að það geti orðið meistari. Mér finnst þetta Tottenham hafa spilað skemmtilegasta boltann í vetur,“ sagði Björn Bragi um Tottenham.

Besta tímabilið var eins og að vera kýldur í magann
Hjálmar Örn Jóhannsson tók undir með þeim. „Við eigum eftir að landa titli á næstu árum, ég held að það sé ekki spurning. Það vantar samt einn egó kall sem hristir upp í þessu. Einhvern sem er stór og mikill, týpu eins og Costa. Allir í liðinu eru góðir í fótbolta og góðir vinir en það vantar einhvern sem hefur unnið eitthvað alvöru,“ sagði Hjálmar.

Tottenham endaði í 3. sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrra eftir að hafa verið í titilbaráttu við Leicester fram á vor.

„Tímabilið í fyrra hefði undir eðlilegum kringumstæðum verið frábært en samt var þetta skrýtið. Tottenham var í fyrsta lagi að berjast við Leicester um titilinn. Leicester vann titilinn og allir fíluðu það nema Tottenham menn. Síðan kom tap gegn Newcastle í lokaumferðinni og Arsenal komst upp fyrir okkur. Þetta var skrýtið. Þetta var besta tímabil frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar en samt leið manni eins og maður hefði verið kýldur í magann,“ sagði Jóhann Alfreð.

Hér að ofan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner