Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 15. mars 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Staðan á okkar mönnum - Vika í fyrsta leik
Icelandair
Ragnar er í lykilhlutverki hjá Rostov.
Ragnar er í lykilhlutverki hjá Rostov.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor spilar með Darmstadt í þýsku B-deildinni.
Guðlaugur Victor spilar með Darmstadt í þýsku B-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi fær ekkert að spila í Grikklandi.
Sverrir Ingi fær ekkert að spila í Grikklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð hefur verið meiddur síðustu vikur.
Alfreð hefur verið meiddur síðustu vikur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már er kominn aftur á ról eftir aðgerð á síðasta ári.
Rúnar Már er kominn aftur á ról eftir aðgerð á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Andorra og Frakklandi í fyrstu leikjum sínum í undankeppni Evrópumótsins í næstu viku.

Erik Hamren tilkynnti landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki í gær.

Hvernig er staðan á þeim leikmönnum sem eru í hópnum? Hér má sjá samantekt á því.


Hannes Halldórsson (Qarabag)
Hefur aðeins spilað fjóra deildarleiki í Aserbaídsjan á þessu tímabili. Lék seinasta leik með liðinu 11. nóvember á síðasta ári.

Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Spilaði allan leikinn gegn PSG um síðustu helgi í 4-0 tapi. Þetta var hans fyrsti deildarleikur Rúnars með liðinu á árinu 2019. Hafði spilað tvo bikarleiki einnig.

Ögmundur Kristinsson (Larissa)
Búinn að eigna sér markmannstöðuna í grísku úrvalsdeildinni. Hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum liðsins. Larissa er í 11. sæti deildarinnar fjórum stigum frá fallsæti.

Birkir Már Sævarsson (Valur)
Birkir Már hefur verið að spila með Val í Lengjubikarnum en Pepsi Max deildin hefst ekki fyrr en í lok apríl. Er á svokölluðu undirbúningstímabili á Íslandi.

Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moscow)
Byrjunarliðsmaður hjá CSKA Moskva í rússnesku deildinni og var einnig að spila í Meistaradeildinni. CSKA er í 3. sæti deildarinnar sjö stigum á eftir toppliðinu.

Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Spilar alla leiki með Lokeren sem tapar og tapar í belgísku deildinni. Sitja á botni deildarinnar þegar ein umferð er eftir.

Kári Árnason (Genclerbirligi)
Hefur verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum. Spilaði síðast leik 15. febrúar með Genclerbirligi sem situr í 2. sæti tyrknesku 1. deildarinnar.

Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Rússneska deildin er farin af stað á ný. Raggi er fastamaður í vörn Rostov og lék 90 mínútur í fyrsta leik Rostov eftir frí.

Sverrir Ingi Ingason (PAOK)
Gekk í raðir PAOK frá Rostov í lok janúar. Hann hefur setið á varamannabekk PAOK í fyrstu fimm leikjum liðsins frá því að Sverrir kom til félagsins. Liðið er á toppi grísku úrvalsdeildarinnar.

Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Lék allan leikinn í vörn Krasnodar í 1-1 jafntefli gegn Valencia í gærkvöldi í Evrópukeppninni. Eftir að hafa aðeins spilað einn leik fyrir áramót hefur hann nú spilað þrjá leiki með Krasnodar eftir áramót.

Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Er inn og útúr byrjunarliðinu hjá Bröndby. Lék allan leikinn í vörn liðsins í 3-3 jafntefli gegn Álaborg um síðustu helgi. Hefur leikið tvö leiki á þessu ári.

Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Það eru fá tækifærin sem Birkir fær með Aston Villa í Championship deildinni. Hann fékk sex mínútur um síðustu helgi en það voru hans fyrstu mínútur frá því um miðjan janúar.

Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Er allur að braggast og er farinn að æfa meira en áður. Spilar reglulega með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Hefur spilað 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum liðsins. Liðið er í fallsæti deildarinnar.

Gylfi Sigurðsson (Everton)
Algjör lykilmaður hjá Everton. Skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Cardiff í lok febrúar.

Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper)
Eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla í október er hann loksins farinn að spila á nýjan leik. Kom inná sem varamaður í þar síðasta leik og lék allar 90 mínútur síðasta leik. Grasshopper situr á botni úrvalsdeildarinnar í Sviss og virðist ekki geta keypt sér sigur. Liðið vann síðast sigur í nóvember.

Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt)
Hefur spilað nánast allar mínútur með Darmstadt í þýsku B-deildinni eftir að hann gekk til liðs við félagið. Var tekinn útaf í fyrsta leik sínum en síðan hefur hann spilað allar mínúturnar.

Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Hefur lítið sem ekkert spilað með AZ Alkmaar. Hefur verið að koma inná sem varamaður af og til og skoraði síðast 8. febrúar gegn neðsta liðinu Breda.

Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Sænska deildin fer af stað í lok mars. Hefur verið að spila með Malmö í Evrópukeppninni og í sænska bikarnum.

Arnór Sigurðsson (CSKA Moscow)
Kom inná sem varamaður á 85. mínútu í síðasta deildarleik. Tveir leikir eru búnir í rússnesku deildinni á þessu ári. Í þeim fyrri var Arnór tekinn af velli korteri fyrir leikslok.

Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Er kominn aftur á ról eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í mjöðm og í kálfa. Hefur komið inná sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Burnley í ensku úrvalsdeildinni og skoraði til að mynda í síðasta leik gegn Liverpool í 4-2 tapi.

Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Virðist vera með fastsæti í byrjunarliði Sandhausen sem situr í fallsæti þýsku B-deildarinnar.

Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Hefur ekkert spilað með Augsburg síðustu vikur vegna meiðsla. Lék síðast með Augsburg fyrir rúmlega mánuði síðan. Er vonandi orðinn klár í slaginn á nýjan leik.

Björn Bergmann Sigurðarson (Rostov)
Lék 77. mínútur í 0-0 jafntefli gegn Arsenal Tula í síðustu umferð rússnesku deildarinnar eftir að hafa setið á varamannabekknum í fyrsta leik Rostov eftir vetrarfrí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner