Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. mars 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Siggi Jóns er geitin"
Það er heiður að hann hafi þjálfað mig og hefur hann gert mjög mikið fyrir minn feril.
Það er heiður að hann hafi þjálfað mig og hefur hann gert mjög mikið fyrir minn feril.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á hans fyrsta tímabili sem þjálfari 2. flokks leyfði hann mér að æfa fótbolta eingöngu tvisvar eða þrisvar í viku. Í staðinn átti ég að vera í ræktinni.
Á hans fyrsta tímabili sem þjálfari 2. flokks leyfði hann mér að æfa fótbolta eingöngu tvisvar eða þrisvar í viku. Í staðinn átti ég að vera í ræktinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Steinar Þorsteinsson er til viðtals hér á Fótbolti.net í dag. Steinar er 23 ára gamall og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki sumarið 2015. Hann framlengdi samning sinn við ÍA í vetur en hefur ekkert leikið á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla.

Viðtalið í heild sinni verður birt seinna í dag en hér má sjá hluta úr því. Steinar fór fögrum orðum um Sigurð Jónsson, Skagagoðsögnina, þegar hann var rukkaður um Skagafyrirmynd.

Siggi Jóns vann marga titla með ÍA og lék þá sem atvinnumaður með Sheffield Wednesday, Arsenal, Barnsley, Örebro og Dundee. Þá lék hann 65 landsleiki.

Siggi var þjálfari Steinars í 2. flokki á Skaganum og í stuttan tíma hjá Kára. Þá aðstoðaði Siggi Jóhannes Karl Guðjónsson með ÍA.

Hver er Skagafyrirmynd Steinars og af hverju?

„Siggi Jóns er geitin, þrátt fyrir að ég hafi ekki séð hann spila þá er nóg að heyra allar sögurnar um hann og titlana sem hann hefur unnið. Það er heiður að hann hafi þjálfað mig og hefur hann gert mjög mikið fyrir minn feril."

Hvaða áhrif hefur Siggi haft á Steinar?

„Á hans fyrsta tímabili sem þjálfari 2. flokks leyfði hann mér að æfa fótbolta eingöngu tvisvar eða þrisvar í viku. Í staðinn átti ég að vera í ræktinni. Hann hjálpaði mér að þyngjast svo ég ætti einhvern séns í meistaraflokksbolta því ég var alltof léttur. Ég skildi hann því ég fann að ég átti ekki séns í meistaraflokksbolta. Hann var því ekki harður heldur bara sanngjarn."

„Hann kenndi mér helling og er einn af þeim sem eru í uppáhaldi af þeim sem hafa þjálfað mig,"
sagði Steinar.

Sjá einnig:
„Siggi er örugglega eitthvað mesta náttúru talent sem hefur komið upp á Íslandi"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner