Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   mán 15. mars 2021 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Áttu Úlfarnir að fá vítaspyrnu gegn Liverpool?
Nú er hálfleikur í viðureign Wolves gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og eru Englandsmeistararnir einu marki yfir eftir að Diogo Jota skoraði gegn sínum gömlu liðsfélögum rétt fyrir leikhlé.

Jafnræði hefur ríkt með liðunum en Úlfarnir vildu fá vítaspyrnu á annarri mínútu, sem hefði getað breytt gangi mála.

Alisson Becker missti boltann frá sér og virtist í kjölfarið brjóta á Nelson Semedo innan vítateigs en dómarateymið ákvað að dæma ekki.

Leikmenn og þjálfarar Wolves voru ekki sáttir þegar atvikið átti sér stað og það skiljanlega.

Sjáðu atvikið.
Athugasemdir
banner