Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   lau 15. mars 2025 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Stefán Teitur hetjan hjá Preston
Stefán Teitur skoraði sigurmark Preston
Stefán Teitur skoraði sigurmark Preston
Mynd: Preston
Burnley hélt enn og aftur hreinu
Burnley hélt enn og aftur hreinu
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var hetja Preston er hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri liðsins á Portsmouth í ensku B-deildinni í dag.

Skagamaðurinn hefur verið frábær í liði Preston á tímabilinu og sérstaklega í síðustu leikjum en hann lagði upp jöfnunarmarkið í síðasta leik og sá nú um að sækja öll stigin.

Allt fór í gang á síðustu fimmtán mínútunum. Ryan Porteous skoraði fyrir Preston á 76. mínútu en Colby Bishop svaraði sjö mínútum síðar.

Þegar lítið var eftir skoraði Stefán Teitur sigurmarkið eftir laglegt einstaklingsframtak. Annað deildarmarkið sem hann skorar á tímabilinu.

Mikilvægt mark því Preston er nú níu stigum fyrir ofan fallsæti þegar átta leikir eru eftir.

Guðlaugur Victor Pálsson sat allan tímann á bekknum er Plymouth tapaði fyrir Derby County, 3-2.

Plymouth er á botninum með 33 stig.

Haji Wright skoraði þrennu er Coventry City vann Sunderland, 3-0, á heimavelli. Frank Lampard er stjóri Coventry sem situr í 5. sæti deildarinnar og komið langleiðina með að tryggja umspilssæti.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Burnley hafi haldið hreinu og unnið Swansea, 2-0, í Wales. Vörn Burnley heldur áfram að standa sig en mörkin gerðu þeir Josh Brownhill og Jaidon Anthony í fyrri hálfleiknum.

Burnley er í öðru sæti með 78 stig, tveimur stigum frá toppnum og gerir sér vonir um að fara beint upp í ensku úrvalsdeildina.

Blackburn 1 - 2 Cardiff City
0-1 Yousef Salech ('4 )
1-1 Yuki Ohashi ('16 )
1-2 Yakou Meite ('73 )

Coventry 3 - 0 Sunderland
1-0 Haji Wright ('21 )
2-0 Haji Wright ('29 , víti)
3-0 Haji Wright ('73 )

Luton 0 - 0 Middlesbrough

Oxford United 1 - 0 Watford
1-0 Siriki Dembele ('82 )
Rautt spjald: James Abankwah, Watford ('79)

Plymouth 2 - 3 Derby County
0-1 Marcus Harness ('11 )
0-2 Harrison Armstrong ('26 )
1-2 Mustapha Bundu ('38 )
2-2 Nathaniel Phillips ('46 , sjálfsmark)
2-3 Marcus Harness ('88 )

Preston NE 2 - 1 Portsmouth
1-0 Ryan Porteous ('76 )
1-1 Colby Bishop ('83 )
2-1 Stefan Teitur Thordarson ('87 )
Rautt spjald: Sam Greenwood, Preston NE ('90)

Swansea 0 - 2 Burnley
0-1 Josh Brownhill ('4 )
0-2 Jaidon Anthony ('22 )

West Brom 1 - 1 Hull City
1-0 Isaac Price ('67 )
1-1 Abu Kamara ('79 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 12 4 1 47 17 +30 40
2 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
3 Middlesbrough 17 8 6 3 22 18 +4 30
4 Ipswich Town 16 7 6 3 28 16 +12 27
5 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
6 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
7 Derby County 17 7 5 5 24 23 +1 26
8 Hull City 17 7 4 6 28 29 -1 25
9 Millwall 16 7 4 5 18 23 -5 25
10 Birmingham 16 7 3 6 24 18 +6 24
11 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
12 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
13 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
14 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
15 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
16 QPR 16 6 4 6 20 25 -5 22
17 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Portsmouth 16 4 5 7 15 21 -6 17
20 Swansea 17 4 5 8 16 24 -8 17
21 Oxford United 17 3 6 8 18 24 -6 15
22 Sheffield Utd 16 4 1 11 14 26 -12 13
23 Norwich 17 2 4 11 16 28 -12 10
24 Sheff Wed 16 1 5 10 12 32 -20 -4
Athugasemdir
banner
banner
banner