Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   lau 15. mars 2025 11:10
Brynjar Ingi Erluson
Gæti spilað á miðjunni á næsta tímabili
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur ýjað að því að enski táningurinn Myles Lewis-Skelly gæti spilað á miðsvæðinu á næsta tímabili.

Lewis-Skelly er 18 ára gamall og braut sér leið inn í lið Arsenal á þessu tímabili.

Hann spilaði aðallega á miðsvæðinu með unglingaliðum félagsins, en hefur leyst af í vinstri bakverði vegna meiðsla í hópnum.

Frammistaða hans hefur skilað honum sæti í enska landsliðshópnum og hrósaði Arteta honum í hástert auk þess sem hann ýjaði að því að stuðningsmenn gætu fengið að sjá hann í annarri stöðu í framtíðinni.

„Hann er rosalega klár, viljugur og líkamlega sterkur. Ef þú hefur þessi þrjú hráefni og persónuleikann til að takast á við erfiðleika, sem auðvitað getur gerst og það hefur hann. Þetta er það sem hann hefur gert.“

„Myles getur spilað sem 'sexa' eða 'átta', en það fer allt eftir sambandi hans og tengingu við aðra leikmenn og hvernig hann þróun hans mun ganga.“

„Hann er svo sannarlega leikmaður sem getur spilað í mörgum stöðu,“
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner