Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 15. apríl 2013 13:30
Magnús Már Einarsson
Aron Jó: Vonandi fyrsta markið af mörgum
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er fínt að fá fyrsta markið, þá þarf maður ekki að vera að stressa sig lengur á því. Vonandi er þetta bara byrjunin og fyrsta markið af mörgum," sagði Aron Jóhannsson við Fótbolta.net í dag en hann opnaði markareikning sinn með AZ Alkmaar í 6-0 sigri liðsins á Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Aron kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og skoraði eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Aron ,,klobbaði" varnarmann Utrecht áður en hann skoraði eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

,,Það var ekki alveg meiningin. Ég ætlaði að taka touch framhjá honum og það var ekki ætlunin að þetta myndi fara í gegnum klofið hjá honum en það endaði á því," sagði Aron glaður í bragði.

Aron kom til AZ Alkmaar frá AGF í janúar og hann er ánægður í Hollandi.

,,Það er ekkert sérstaklega gaman að þurfa að flytja og koma sér í nýtt hús en eftir að það var komið þá hefur þetta verið æðislegt. Ég er að fíla þetta í botn."

Aron var í gær að leika einungis sinn annan leik með AZ eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

,,Ég er að komast í mjög gott form. Ég var meiddur í fjóra mánuði og er ekki alveg kominn í 100% form. Ég er búinn að spila samtals 45 mínútur og þeir vilja ekki henda mér í 90 mínútur strax heldur byggja þetta upp hægt og rólega. Ég fæ vonandi fleiri mínútur um næstu helgi og get komið mér hægt og rólega inn í liðið."

AZ Alkmaar er í 13. sæti deildarinnar, sjö stigum frá fallsvæðinu eftir sigurinn í gær.

,,Við erum ekki í stöðu sem við viljum vera í. Við erum með miklu betra lið en að vera í fallbaráttu en taflan lýgur ekki og við erum ekki búnir að spila vel undanfarið. Við erum búnir að vinna tvo af síðustu þremur leikjum og eru komnir í ágæt mál núna," sagði Aron.

Hér að neðan má sjá myndband af marki Arons í gær.



Athugasemdir
banner
banner