Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 15:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden styrkir stöðu Man City - „Heldur áfram að gera dásamlega hluti"
Mynd: Getty Images

Phil Foden hefur komið Man City í forystu gegn West Ham og er liðið því komið með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.


Foden, sem var valinn leikmaður ársins, átti frábært skot sem söng í netinu.

„Þessi ungi maður, Phil Foden heldur áfram að gera dásamlega hluti, verður bara betri og betri eftir því semmaður sér hann oftar," sagði Leon Osman á BBC.

„Hvernig fyrsta snertingin hjá Phil Foden kemur honum frá James Ward-Prowse var stórkostlegt. Skotið hjá Foden var einnig fyrsta flokks. Á skilið að vera leikmaður ársins. Stuðningsmenn Man City eru að syngja 'Aftur meistarar'. Mig grunar að við heyrum meira af því í dag," sagði Simon Stone á BBC.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner