Hallgrímur Mar Steingrímsson var í skýjunum með öruggan sigur KA gegn ÍBV í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.
„Við áttum þennan sigur skilið, við hefðum getað skorað fleiri mörk, geggjað veður, eiginlega full stúka, maður getur eginlega ekki beðið um meira," sagði Hallgrímur Mar.
„Þeir voru með fimm í vörninni þannig það var erfitt að opna þá en um miðjan fyrri hálfleik þá fannst mér við ná aðeins að finna svæðin og búa okkur til færi, við hefðum getað sett fleiri í fyrri hálfleik," sagði Hallgrímur.
KA fær Uppsveitir í heimsókn í bikarnum á miðvikudaginn en Uppsveitir spila í 4. deildinni í sumar.
„Það er geggjað, alltaf gaman að fá ný lið, ég hef aldrei spilað við þetta lið þannig það er gaman að fá þá í heimsókn," sagði Hallgrímur sem vonast til að spila leikinn.
„Ég var tekinn útaf í dag þannig ég ætla rétt að vona að ég byrji þann leik," sagði Hallgrímur.