Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fær nýjan samning tveimur dögum eftir fyrsta markið í efstu deild
Mjög kátur með markið!
Mjög kátur með markið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Örn Fjeldsted skoraði á laugardag sitt fyrsta mark í efstu deild í sigri Breiðabliks gegn Vestra. Markið skoraði hann undir lok leiks eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Í dag tilkynnti Breiðablik að Dagur væri búinn að framlengja samning sinn við félagið og gildir nýi samningurinn út tímabilið 2026. Dagur verður 19 ára seinna í mánuðinum og á að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Ekkert sem kom á óvart þar, spilaði vel á undirbúningstímabilinu og skoraði mörk. Hann er mjög ferskur á æfingum og skorar mikið, er með rosalegan hægri fót. Mjög verðskuldað, hann er búinn að leggja hart að sér og átti þetta skilið," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, um markið hjá Degi.

„Þessi gæi er geggjaður, ekkert eðlilega góður, ungur og efnilegur og er búinn að sýna það á æfingum hjá okkur að hann á skilið að spila," sagði Damir Muminovic sem er liðsfélagi Dags. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Á síðasta tímabili var Dagur á láni hjá Grindavík fyrri hluta móts.

Athugasemdir
banner
banner
banner