Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   mán 15. apríl 2024 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum sumarið 2022.
Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum sumarið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með FH í fyrra.
Í leik með FH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér líst mjög vel á þennan drátt, stór leikur. Ég hef orðið bikarmeistari nokkrum sinnum og ef maður ætlar að fara alla leið þá þarf maður að vinna þessi lið líka, fínt að gera það í næstu viku," sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, við Fótbolta.net í dag.

FH heimsækir Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Kjartan er uppalinn KR-ingur og það er rígur milli Vals og KR.

„Já, það er alltaf gaman að mæta Val, svo er smá sögulína þarna líka annars staðar. Þetta verður auðvitað rosalega erfiður leikur, við vitum alveg hversu vel mannaðir og gott lið Valur er. Við eigum leik á laugardaginn og svo þurfum við að finna einhvern góðan dag í næstu viku til þess að spila þennan leik," sagði Kjartan.

Það má ætla að sögulínan sem Kjartan nefnir sé sú að Heimir Guðjónsson er fyrrum þjálfari Vals, þjálfaði liðið tímabilin 2020, 2021 og var svo látinn fara um mitt tímabil 2022.

Bæting og stígandi
FH er með þrjú stig í Bestu deildinni eftir tvær umferðir. Liðið tapaði gegn Blikum í fyrstu umferð en vann svo KA fyrir norðan.

„Byrjunin hefur verið fín, smá skrekkur í fyrri hálfleik á móti Breiðabliki en seinni hálfleikurinn var mjög góður og við vorum mjög óheppnir að fá ekki neitt úr þeim leik finnst mér. Svo spiluðum við fínan leik fyrir norðan, það er bæting og stígandi í þessu. Við þurfum að taka það með okkur áfram og byrja á laugardaginn gegn HK."

Minna en það lítur út fyrir að vera
Kjartan og Heimir Guðjónsson fengu báðir gult spjald fyrir norðan. Voru læti í ykkur?

„Nei, ég sat nú bara í stólnum mínum þegar það var fleygt gulu framan í mig. Það vita allir hvernig þetta er búið að vera, það eru einhverjar áherslubreytingar og þarf kannski eitthvað minna til - allavega í þessum fyrstu leikjum - en þetta er ekkert alvarlegt."

Kjartan var svo spurður út í atvikið í uppbótartíma þegar Heimir lét Hallgrím Jónasson þjálfara KA heyra það.
   13.04.2024 22:25
Heimir fékk gult eftir að hafa látið Hallgrím gjörsamlega heyra það

„Ég held þetta sé minna en þetta lítur út fyrir að vera. Þetta var ekki neitt, bara einhver kergja. Við vorum að gera skiptingu og Hallgrímur var eitthvað pirraður - skiljanlega - var að tapa leiknum. Heimir lét hann aðeins heyra það og Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það," sagði Kjartan.

Gaman að vera í kringum strákana
Kjartan lagði skóna á hilluna í vetur. Er þig ekkert farið að kitla að fara í takkaskóna?

„Nei nei, ég er alltaf í takkaskóm, er að trappa mig niður. Ég er farinn úr plastinu og yfir í þjálfara leðurskóna. Ég hef rosalega gaman af þessu, gaman að vera í kringum strákana og hjálpa þeim. Sérstaklega núna að fá sigur fyrir norðan, það er ekki auðvelt, þetta er bara hrikalega gaman og ég er bara spenntur fyrir sumrinu," sagði Kjartan.
Athugasemdir
banner
banner