Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 15. apríl 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Þurfum að bæta leikmönnum við hópinn
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, svaraði spurningum fyrir leik Chelsea gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni sem fer fram í kvöld og var einnig fenginn í viðtal hjá Sky Sports.

Hann fór víðan völl á fréttamannafundinum sem og í einkaviðtalinu og ræddi meðal annars um markmið Chelsea á lokakafla tímabilsins.

„Markmiðið okkar er að gera vel í öllum keppnum. Við viljum gera vel í ensku deildinni og í Evrópu, það væri gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná Evrópusæti. Það myndi hjálpa leikmannahópinum mjög mikið," sagði Pochettino meðal annars í viðtalinu við Sky.

„Við samþykkjum alla þessa gagnrýni vegna þess að við erum Chelsea og fólk býst við að við séum að berjast um titla. Að mínu mati þá erum við nálægt því að komast á næsta stig, við þurfum að vera jákvæðir og þolinmóðir. Það er mikilvægt að takmarka alla neikvæða umræðu sem mest."

Á fréttamannafundinum ræddi Pochettino meðal annars meiðslavandræði Chelsea sem hafa verið gríðarleg á tímabilinu.

„Við þurfum að greina hvers vegna svona margir leikmenn meiddust hjá okkur. Við þurfum að taka ákvarðanir og finna bestu leiðina til að halda áfram.

„Við þurfum líka að bæta leikmönnum við hópinn. Okkur vantar reynslumikla leikmenn og fleiri unga leikmenn. Við viljum berjast um stóra titla strax á næstu leiktíð."


Chelsea hefur eytt gríðarlegum fjármunum í leikmannakaup á undanförnum misserum og stefnir félagið á að selja hluta ýmsa leikmenn til að standast fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar og fjármagna ný kaup.
Athugasemdir
banner
banner
banner