Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildarlagið óvart spilað á Villa Park - Leikmenn furðu lostnir
Mynd: EPA
Það var stórundarleg uppákoma fyrir leik Aston Villa gegn PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Villa Park í kvöld.

Leikmenn liðanna stilltu sér upp til að hlusta á Meistaradeildarlagið áður en leikurinn hófst en leikmenn ráku upp stór augu og hristu hausinn þegar Evrópudeildarlagið var spilað.

Aston Villa var með bakið upp við vegg eftir 3-1 tap í París. Liðið lenti tveimur mörkum undir í kvöld en kom til baka og vann 3-2 en PSG fer áfram samanlagt 5-4 sigur franska liðsins.

Sjáðu þetta stórundarlega atvik hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner