KFA hefur sótt tvo sóknarsinnaða leikmenn fyrir komandi átök í 2. deild karla en það eru þeir Bayo Mbaen og Javier Montserrat.
Mben og Monserrat eru báðir sóknarsinnaðir leikmenn, en Mben getur spilað sem kantmaður og sem framherji á meðan Monserrato spilar mest á vængnum.
Mben er 28 ára gamall og kemur frá Frakklandi, en hann hefur spilað í neðri deildunum á Spáni síðasta áratuginn.
Montserrat er á meðan tvítugur og sömuleiðis verið að gera það gott í spænsku neðri deildunum.
KFA gerði vel á síðasta tímabili og var lengi vel í baráttu um að komast upp í Lengjudeildina en þegar nokkrir leikir voru eftir missti KFA önnur lið of langt fram úr sér og fór svo að það hafnaði í 5. sæti.
Athugasemdir