Kylian Mbappe hefur verið dæmdur í eins leiks bann en hann fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Antonio Blanco í sigri Real Madrid gegn Alaves í spænsku deildinni um helgina.
Búist var við því að hann fengi lengra bann en aganefndin tók mark á skýrslu dómarans sem sagði að Mbappe hafi verið að reyna við boltann.
Franski sóknarmaðurinn verður að sjálfsögðu í eldlínunni á morgun þar sem Real Madrid er upp við vegg gegn Arsenal. Liðin mætast á Bernabeu en Arsenal vann fyrri leikinn á Emirates 3-0.
Hann verður í banni gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. Hann verður til taks þegar liðið mætir Barcelona í úrslitum spænska bikarsins 26. apríl.
Sjáðu brotið hér
Athugasemdir