Manuel Neuer verður ekki með Bayern München í seinni leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni.
Neuer missti einnig af fyrri leiknum en hann er einn af nokkrum leikmönnum liðsins sem er að glíma við meiðsli fyrir seinni leikinn. Jamal Musiala, Alphonso Davies og Hiroki Ito eru einnig á meiðslalistanum.
Neuer missti einnig af fyrri leiknum en hann er einn af nokkrum leikmönnum liðsins sem er að glíma við meiðsli fyrir seinni leikinn. Jamal Musiala, Alphonso Davies og Hiroki Ito eru einnig á meiðslalistanum.
Hinn 39 ára gamli Neuer hefur verið frá í meira en mánuð vegna kálfameiðsla.
Það var vonast til þess að hann myndi ná síðari leiknum en svo verður ekki.
Bayern er 2-1 undir eftir tap á heimavelli og þeir þurfa að ná í sigur á Ítalíu. Neuer mun ferðast með liðinu og styðja við bakið á liðsfélögum sínum.
Athugasemdir