Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samantha Smith gerði fyrsta mark Bestu deildarinnar
Samantha Smith fagnar í kvöld.
Samantha Smith fagnar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Samantha Smith, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, sem gerði fyrsta mark Bestu deildar kvenna árið 2025.

Hún kom Breiðabliki yfir gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Stjarnan

„Blikastúlkur halda boltanum vel inn á vallarhelmingi Stjörnunnar sem endar með því að Heiða Ragney finnur Samönthu við vítateigslínuna og Samantha setur boltann yfir Veru og boltinn fer í boga upp í fjærhornið," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Núna eru í gangi tveir leikir. Staðan er enn markalaus í Laugardalnum þar sem nýliðar Fram etja kappi við Þrótt. Báðir leikir eru í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner