Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 12:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti dansinn hjá Katrínu
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, hefur opinberað það að komandi keppnistímabil verði hennar síðasta á ferlinum. Hún segir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum.

Í ljósi þess að tímabilið 2025 er að byrja þá vildi ég tilkynna að það verður mitt síðasta," segir Katrín en hún meiddist undir lok tímabilsins þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra.

Óvíst er hvort að Katrín geti spilað með Breiðabliki í sumar.

„Erfið meiðsli fyrir hálfu ári síðan gerir það að verkum að sumarið er í mikilli óvissu."

„Ég mun styðja Blikastelpurnar mínar úr stúkunni og halda áfram æfingum eins lengi og líkaminn leyfir. Hvort ég snúi aftur á völlinn verður svo að koma í ljós."

Keppni í Bestu deild kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Breiðablik spilar við Stjörnuna klukkan 18:00.



Athugasemdir