Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verið frá í hálft ár og enn langt í að hún geti farið að hlaupa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir varð fyrir erfiðum hnémeiðslum í lokaleik Íslandsmótsins í fyrra. Hún þurfti að fara af velli og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á börum.

Hún er ekki farin að hlaupa ennþá þó að sex mánuðir séu frá leiknum gegn Val. Hún hefur farið í tvær aðgerðir, þá fyrri í nóvember og svo aðra í síðasta mánuði. Katrín ræddi stuttlega við Fótbolta.net í dag.

„Þetta er bara mikil óvissa. Ég get labbað og hef verið að hjóla frá því að ég meiddis, en ekkert farið út á völl," segir Katrín sem tekur bara viku fyrir í einu í endurkomuferlinu.

„Dagarnir fara núna bara í að geta unnið og gert hnéæfingarnar mínar. Það er ennþá langt í að ég geti tekið stöðuna á hlaupum, tek bara einn dag í einu" bætti framherjinn við en hún vinnur sem skurðhjúkrunarfræðingur.

Hún varð Íslandsmeistari í þriðja sinn síðasta haust og ef hún nær sér góðri á komandi tímabili nær hún að spila með liðsfélaga sínum úr unglingalandsliðunum; Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem kom frá Val í vetur.

Breiðablik hefur titilvörn sína á morgun þegar Stjarnan kemur í heimsókn á Kópavogsvöll. Sá leikur hefst klukkan 18:00.
Athugasemdir