Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tindastóll fær tvo leikmenn frá Val (Staðfest)
Hrafnhildur Salka í leik með Stjörnunni
Hrafnhildur Salka í leik með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll hefur fengið liðstyrk fyrir Bestu deild kvenna í sumar. Tveir leikmenn frá Val eru mættar á Krókinn á láni.

Hrafnhildur Salka, sem er fædd árið 2008, lék tíu leiki með Stjörnunni í deild og bikar sumarið 2023. Hún hefur þá verið lánuð til HK síðustu tvö sumur en hún var keypt til Vals frá Stjörnunni í vetur.

Katla Guðný Magnúsdóttir er þá mætt aftur til Tindastóls en hún gekk til liðs við Val í vetur. Hún lék tvo leiki með Tindastól í Bestu deildinni síðasta sumar.

Þær verða klárar í slaginn þegar Tindastóll mætir FHL í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á morgun.
Athugasemdir
banner