banner
   mið 15. maí 2019 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adam Örn gengur til liðs við KA (Staðfest)
Adam Örn með Dragan Stojanovic, þjálfara Fjarðabyggðar.
Adam Örn með Dragan Stojanovic, þjálfara Fjarðabyggðar.
Mynd: Fjarðabyggð
Adam Örn Guðmundsson er búinn að fá félagaskipti frá Fjarðabyggð yfir til KA sem leikur í Pepsi Max-deildinni.

Adam Örn er 18 ára gamall og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í stóru hlutverki hjá Fjarðabyggð undanfarin tvö tímabil.

Í fyrra spilaði hann 17 leiki í 2. deildinni. Hann var valinn leikmaður umferðarinnar eftir 1. umferðina í fyrra.

Í samtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði sagðist hann „vilja prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir."

KA er í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir þrjár umferðir. Liðið spilar við Breiðablik á eftir og er leikurinn auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Daníel Hafsteinsson er líklega á förum frá KA en hann mun væntanlega ekki fara fyrr en 1. júlí ef allt gengur upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner