mið 15. maí 2019 15:37
Elvar Geir Magnússon
Gæti ekki verið ánægðari með að hafa komið út úr skápnum
Andy Brennan.
Andy Brennan.
Mynd: Getty Images
Andy Brennan, fyrrum leikmaður Newcastle Jets og núverandi leikmaður Green Gully, er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn í Ástralíu sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila.

Green Gully er í áströlsku B-deildinni.

„Helsta ástæðan fyrir því að ég kem út úr skápnum er til að láta mér líða vel með hver ég er. Það hefur verið langur aðdragandi, í raun allt mitt líf," segir Brennan.

„Ég gæti ekki verið ánægðari með það að stíga þetta skref. Ég hef svo lengi verið í óvissu með sjálfan mig. Ég get loksins stigið út og sagt: Ég er hommi."

„Tilfinning er ótrúleg og það sem kemur mér mest á óvart að þetta virðist ekki stórmál. Á árinu 2019 á þetta ekki að vera stórmál."

Brennan segist hafa fengið góðan stuðning frá þjálfurum, stuðningsmönnum, leikmönnum og öllum í kringum sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner