Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 15. maí 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Úrslitaleikur bikarsins er í kvöld
Stefano Mauri hampar titlinum 2013.
Stefano Mauri hampar titlinum 2013.
Mynd: Getty Images
Atalanta og Lazio mætast í úrslitaleik ítalska bikarsins í kvöld. Leikið er á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Juventus hefur unnið bikarinn síðustu fjögur ár, en fyrir það hafði liðið ekki unnið í 20 ár eða síðan 1995. Atalanta sló Juventus út með 0-3 sigri á Juventus Stadium í 8-liða úrslitum í janúar.

Atalanta hefur reynst spútnik lið tímabilsins á Ítalíu og er í góðri stöðu í Meistaradeildarbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Þetta er í fjórða sinn sem Atalanta leikur til úrslita í bikarnum en félagið hefur aðeins einu sinni unnið, 1963. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst í úrslitaleikinn síðan 1996.

Lazio er mikið bikarlið og hefur unnið keppnina sex sinnum, síðast 2013. Liðið tapaði úrslitaleikjunum 2015 og 2017.

Lazio hefur ekki gengið sérlega vel á tímabilinu og er búið að missa af Meistaradeildarsæti. Liðið er fjórum stigum frá Evrópudeildarsæti og því kæmi sigur í bikarnum sér vel, hann veitir þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar næsta haust.

Vinni Atalanta í kvöld þá fer síðasta Evrópudeildarsætið til liðsins sem endar í 7. sæti deildarinnar. Torino vermir það sæti sem stendur, með tveimur stigum meira en Lazio.

Leikur kvöldsins:
18:45 Atalanta - Lazio
Athugasemdir
banner
banner
banner