Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. maí 2019 14:34
Arnar Daði Arnarsson
Stjarnan hafnaði boði Vals um skipti á Gary og Guðmundi Steini
Guðmundur Steinn.
Guðmundur Steinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum 433.is hafði Valur samband við Stjörnuna og bauð þeim skipti á Gary Martin og Guðmundi Steini Hafsteinssyni framherja Stjörnunnar.

Samkvæmt því sem fram kemur á 433.is hafnaði Stjarnan því boði en Guðmundur Steinn er uppalinn Valsari en hann lék síðast með liðinu sumarið 2010.

Mikið hefur verið að gera hjá Val síðan fréttir bárust í gærmorgun að Ólafur Jóhannesson hafi tilkynnt Gary Martin að hann mætti leita sér að nýju félagi og að hann væri til sölu.

Gary Martin sagði í samtali við Vísi í morgun að hann færi ekki frá félaginu í þessum félagaskiptaglugga. „Ég var að koma og er ekki að fara,“ sagði Gary í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann hjá Vísi.

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar í kvöld. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á síðustu metrum félagaskiptagluggans.
Athugasemdir
banner
banner