Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 15. maí 2021 21:19
Victor Pálsson
Eigandi Spotify staðfestir tilboð í Arsenal
Mynd: Getty Images
Daniel Ek, eigandi Spotify, hefur staðfest það að hann hafi gert tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Ek er mikill stuðningsmaður Arsenal en fyrr á árinu gaf hann það út að áhugi á að kaupa félagið væri til staðar.

Nú hefur Ek staðfest það að hann hafi boðið í félagið í vikunni en eigendur Arsenal höfnuðu því um leið.

Samkvæmt Ek þá hafði Kroenke fjölskyldan ekki áhuga á hans peningum og vilja ekki selja félagið.

Svíinn tekur þó fram að hann sé enn áhugasamur og gæti lagt fram annað tilboð í framtíðinni ef félagið verður sett á sölu.

Stan og Josh Kroenke eru eigendur enska liðsins en þeir eru alls ekki vinsælir á meðal stuðningsmanna félagsins.


Athugasemdir
banner
banner