Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. maí 2022 11:10
Ívan Guðjón Baldursson
Donnarumma: Verður engin samkeppni við Keylor Navas
Donnarumma er aðeins búinn að spila 24 leiki á tímabilinu.
Donnarumma er aðeins búinn að spila 24 leiki á tímabilinu.
Mynd: EPA

Gianluigi Donnarumma er svo gott sem búinn að segja að liðsfélagi sinn Keylor Navas verði seldur í sumar eða einungis notaður sem varamarkvörður hjá Paris Saint-Germain.


Navas, sem er 35 ára, hefur lengi verið meðal bestu markvarða heims og varði mark Real Madrid áður en hann fór til PSG. Hann á ennþá tvö ár eftir af samningi sínum.

Donnarumma þykir einn af betri markvörðum heims þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann á rúmlega 250 leiki að baki fyrir AC Milan og 42 fyrir ítalska landsliðið.

„Þetta var ekki auðvelt tímabil fyrir mig, ég spilaði bara helming leikjanna og gat þar af leiðandi ekki gefið nóg af mér," sagði Donnarumma við AFP.

„Ég vil vera áfram hjá PSG en það verður engin samkeppni við Keylor Navas. Félagið mun taka ákvörðun."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner