Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 15. maí 2023 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar hrærður yfir ummælum Heimis - „Vorum algjörar píkur í fyrra"
'Mín lið hafa ekki verið kennd við svoleiðis hingað til'
'Mín lið hafa ekki verið kennd við svoleiðis hingað til'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Grófasta liðið í deildinni'
'Grófasta liðið í deildinni'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Pablo er að sýna enn og aftur hversu öflugur hann er'
'Pablo er að sýna enn og aftur hversu öflugur hann er'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er alltaf að skamma strákana, hann væri kominn með 5-6 mörk í deildinni ef hann hefði fengið alvöru þjónustu'
'Ég er alltaf að skamma strákana, hann væri kominn með 5-6 mörk í deildinni ef hann hefði fengið alvöru þjónustu'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fótbolti.net talaði við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, í dag. Staðan var tekin með Gísla Gottskálk Þórðarson sem meiddist í leiknum í gær.

Finnur Orri baðst afsökunar - Gísli ekki brotinn en á leið í aðra myndatöku

Í kjölfarið var hann spurður opið út í leikinn eftir að hafa fengið að melta hann í fjórtán klukkutíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FH

„Þetta var bara hörkuleikur, vel tekist á og svo koma menn eftir leikinn og segja ýmislegt. Þá er það bara búið, bara ykkar (fjölmiðla) að taka við keflinu og halda áfram hvor hafði rétt fyrir sér og hvor hafði rangt fyrir sér. Það var vel tekist á og við unnum," sagði Arnar.

Sjá einnig:
„Þeir voru bara að reyna að meiða menn“

Fundið margar leiðir til að vinna leiki
Víkingur er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir og hefur liðið einungis fengið á sig eitt mark.

„Þetta er mjög sterk byrjun, hrikalega öflugt að vera bara búnir að fá á sig eitt mark. Við erum í okkar takti núna búnir að finna margar leiðir til að vinna leiki. Í fyrra var þetta svolítið bara ein leið: að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Núna er kominn miklu meiri þroski í liðið varðandi hvernig á að loka leikjum og þessháttar. Þegar fljótt er litið í tölfræðina þá erum við búnir að minnka possession tölurnar (hversu mikið liðið er með boltann í leiknum), en ef glöggir menn eru að horfa aðeins á þetta þá erum við með talsverða yfirburði á flestum sviðum svona fyrstu 60 mínúturnar í leikjum. Svo jafnast tölurnar þegar við erum búnir að vinna leikina og erum að loka þeim."

„Þetta er ákveðið 'element' sem við erum að benda strákunum á, svo menn fara ekki að panika að við séum að missa okkar einkenni. Þetta snýst meira um leikjstórnun sem ég er hrikalega ánægður með. Það sést úti í hinum stóra heimi, lið sem eru að vinna titla eru með mikla stjórn á leikjum og aðstæðum."


Þakklátur Heimi fyrir að segja liðið það grófasta
Í viðtali við Stöð2Sport sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að Víkingur væri grófasta liðið í deildinni.

„Ég tek því sem hrósi bara," sagði Arnar og hló. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra. Eðlilega, þetta fer bara eftir mannskap. Í fyrra vorum við með hrikalega flott lið, áttum mjög gott tímabil og spiluðum skemmtilegan fótbolta. Pablo, Niko og Halli voru meiddir, vorum ekki með Matta (Matthías Vilhjálmsson), þá er þetta aðeins öðruvísi. Núna erum við 'tough', látum finna fyrir okkur og ég er bara þakklátur Heimi fyrir þessi orð, virkilega hrærður, því mín lið hafa ekki verið kennd við svoleiðis hingað til. Bara frábært."

Stríðsmenn sem eru sniðnir fyrir leikstíl liðsins
Pablo Punyed og Nikolaj Hansen hafa byrjað alla leikina í deildinni til þessa. Hversu mikilvægir eru þeir í þessu liði?

„Þetta eru bara stríðsmenn. Það er erfitt að fara alla leið án þess að vera með alla þætti leiksins á hreinu, þar á meðal líkamlega þáttinn, fyrir utan fótboltaleg gæði. Þeir eru sniðnir fyrir okkar leikstíl. Pablo er að sýna enn og aftur hversu öflugur hann er, er með breytt hlutverk eftir að Júlli (Júlíus Magnússon) fór, miklu meiri ábyrgð að vera aftar á vellinum og stýrir takti leiksins fyrir okkur vel. Að vera með Niko að ráðast á fyrirgjafirnar, að tengja spilið og nýta sinn líkamlega styrk á vellinum."

„Svo með Matta, ég er alltaf að skamma strákana, hann væri kominn með 5-6 mörk í deildinni ef hann hefði fengið alvöru þjónustu. Hann er búinn að taka gríðarlega öflug hlaup inn í teig og greyið strákurinn fær aldrei neinn bolta. En það fer að koma, hann er búinn að vera helvíti öflugur í öðrum þáttum leiksins."

„Við eigum líka nokkra leikmenn inni sem eru búnir að spila hrikalega vel, en einhvern veginn hafa mörkin ekki alveg dottið. Þrátt fyrir þessa stigasöfnun og hversu vel hefur gengið, þá finnst mér við eiga töluvert inni."


Horfiru í að Víkingur eigi inni mörk frá Matta?

„Mörk frá Matta og fleiri leikmönnum. Það er ekki við leikmennina sjálfa að sakast, menn eru að koma sér í góðar stöður, en við erum svolítið að fara illa með góðar leikstöður framarlega á vellinum. Síðustu 30 mínúturnar í leikjum erum við að stjórna leikjum án bolta, þá óhjákvæmilega erum við að fá færri færi en áður. Það er fullt af ástæðum fyrir þessu og kannski ekki hægt að kvarta yfir þessu," sagði Arnar að lokum.
Heimir Guðjóns: Ég sá ekki Kjartan Henry en ég sá Pablo
Innkastið - KR á botninum og hiti í Hamingjunni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner