De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 15. maí 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Haaland lurkum laminn eftir Mina
Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland skoraði eitt af mörkum Manchester City í 3-0 sigrinum gegn Everton í gær.

Yerri Mina, varnarmaður Everton, var settur í það hlutverk að reyna að halda Haaland í skefjum og óhætt að segja að hann hafi látið hann finna fyrir því.

Eftir leikinn reif Haaland sig úr að ofan og þá sáust greinilega áverkarnir eftir baráttuna við Kólumbíumanninn.

Pep Guardiola fannst Mina fara yfir strikið í varnarleik sínum, hann beitti öllum brögðum og kleip meðal annars í andstæðinga sína.

„Það sem hann gerði var algjör óþarfi. Ég sagði við hann eftir leikinn að hann væri nægilega góður leikmaður til að sleppa þessu," sagði Guardiola.

Sigur Manchester City gerði það að verkum að þriðji Englandsmeistaratitill félagsins í röð virðist handan við hornið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner