Fer í flugvél eftir tvo tíma
„Já, griðarlega. Frábært að fá 3 stig á móti KR. Bara unaður,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson spurður um hvort hann væri ekki sáttur eftir leik kvöldsins en Fjölnir lagði þá KR 3-1.
Lestu um leikinn: Fjölnir 3 - 1 KR
KR-ingar byrjuðu leikinn betur og hafði Gunnar Már ekki svör við af hverju. „Þetta var ekki alveg að fúnkera. Þeir héldu boltanum miklu meira og þrýstu okkur neðar á völlinn. Fyrri hálfleikurinn allur var ströggl. En við náðum að setja mark á þá og komum fullir sjálfstraust í seinni hálfleikinn.“
Aðspurður hvort Gunnar hafi ætlað að skjóta þegar boltinn endaði í netinu gat Gunnar ekki annað en svarað brosandi: Nei. En það var samt enginn kominn sko, þannig að maður varð að gera eitthvað. En hann fer náttúrulega í KR-ing og inn. Ég vona að Pétur skrái þetta bara á mig.“
Fáir voru mættir á leikinn í kvöld og hafði Gunnar sitt að segja um leiktímann. „Það var óneitanlega skrýtið að gíra sig upp í þennan leik. Ég er að fara upp í flugvél eftir tvo tíma þannig að maður er svolítið með hausinn við hitt eftir þennan leik hjá Íslandi.“
Athugasemdir