Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Kórdrengir og KF fylgja fast á hæla KV
 Magnús Þórir skoraði tvennu fyrir Kórdrengi.
Magnús Þórir skoraði tvennu fyrir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir og KF fylgja fast á hæla KV í toppbaráttu 3. deildar karla. Kórdrengir og KF unnu sína leiki í dag.

Kórdrengir heimsóttu Augnablik. Daníel Gylfason og Magnús Þórir Matthíasson komu Kórdrengjum í 2-0, en Ómar Farooq Ahmed minnkaði muninn fyrir Augnablik í byrjun seinni hálfleiks. Augnablik komst ekki lengra og bættu Kórdrengir við tveimur mörkum. Magnús Þórir aftur aftur á ferðinni og skoraði Einar Orri Einarsson líka.

Lokatölur 4-1 fyrir Kórdrengir sem eru í öðru sæti með 17 stig, einu stigi á eftir KV. Augnablik er með sex stig í níunda sæti.

KF vann 3-0 sigur á heimavelli gegn Hetti/Hugin og voru það Jordan Damachoua, Halldór Logi Hilmarsson og Alexander Már Þorláksson sem skoruðu fyrir KF.

KF er í þriðja sæti með 16 stig. Höttur/Huginn er í tíunda sæti með sex stig, eins og Augnablik og Skallagrímur.

Þá vann Reynir Sandgerði 2-1 útisigur á Vopnafirði gegn Einherja. Reynir er í fimmta sæti með 11 stig á meðan Einherji er í áttunda sæti með sjö stig.

Augnablik 1 - 4 Kórdrengir
0-1 Daníel Gylfason ('6)
0-2 Magnús Þórir Matthíasson ('29)
1-2 Ómar Farooq Ahmed ('49)
1-3 Magnús Þórir Matthíasson ('63)
1-4 Einar Orri Einarsson ('79)

Einherji 1 - 2 Reynir S.
0-1 Óðinn Jóhannsson ('43)
0-2 Aron Örn Reynisson ('49)
1-2 Bjartur Aðalbjörnsson ('53)

KF 3 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Jordan Damachoua ('43)
2-0 Halldór Logi Hilmarsson ('45)
3-0 Alexander Már Þorláksson ('83)
Rautt spjald: Gísli Björn Helgason, Höttur/Huginn ('86)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner