Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Vill að Víkingar verði „dirty" aftur - „Tölfræðin er lygilega góð"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
   lau 15. júní 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkelsi að tapa þessu á einhverju once in a lifetime marki. Í leik sem við vorum ofan á í fyrri en við komum ekki alveg nógu góðir út í seinni hálfleikinn. Svo kom bara þetta once in a lifetime mark og leikurinn spilaðist bara eins og hann spilaðist.“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs Akureyri, eftir svekkjandi 1-0 tap þeirra í Grafarvoginum í dag gegn Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Sigurður talar um að hann hafi verið ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki svo mikið seinni hálfleikinn.

Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt í dag. Við vorum ánægðir með okkur í hálfleiknum, flottir  í fyrri hálfleik fannst mér. Við komum úr erfiðum leik gegn Stjörnunni á þriðjudaginn og völlurinn þurr og þungur. Þetta var alveg hægt en ég var alveg ánægður með liðið. Mér líður eins og hlutirnir eru ekki alveg að falla fyrir okkur og við erum ekki alveg að uppskera það sem við erum að sá. Þetta er stöngin út hjá okkur. Liðið lítur alveg vel út en við þurfum að fara að vinna leiki. Hlutirnir detta meira fyrir þig þegar þú leggur meira á þig og við erum tilbúnir í það.

Sigurður talar um að liðið þarf að fara að byrja að vinna leiki en hvernig gera þeir það?

Við þurfum að halda áfram að spila. Mér fannst við eiga skilið að fá meira úr þessum leik og öðrum leikjum líka. Við þurfum að leggja meira á okkur. Við þurfum að láta hlutina detta fyrir okkur. Við erum búnir með erfiða leiki. Við þurfum bara að vera jákvæðir og setja kassann út. Ég er sannfærður um að liðið mun standa sig mun betur í næsta leik.

Næsti leikur Þórs er á heimavelli gegn Leikni en Sigurður segir að leikurinn verði öðruvísi fyrir hann og Árna Elvar í Þórsliðinu.

Það verða tilfinningar í því. Það er leikmaður hérna hjá mér sem hefur spilað allt sitt líf með Leikni. Það verður öðruvísi leikur en við verðum tilbúnir í þann leik, það er ljóst.

Viðtalið við Sigurð Heiðar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner