Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 15. júní 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkelsi að tapa þessu á einhverju once in a lifetime marki. Í leik sem við vorum ofan á í fyrri en við komum ekki alveg nógu góðir út í seinni hálfleikinn. Svo kom bara þetta once in a lifetime mark og leikurinn spilaðist bara eins og hann spilaðist.“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs Akureyri, eftir svekkjandi 1-0 tap þeirra í Grafarvoginum í dag gegn Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Sigurður talar um að hann hafi verið ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki svo mikið seinni hálfleikinn.

Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt í dag. Við vorum ánægðir með okkur í hálfleiknum, flottir  í fyrri hálfleik fannst mér. Við komum úr erfiðum leik gegn Stjörnunni á þriðjudaginn og völlurinn þurr og þungur. Þetta var alveg hægt en ég var alveg ánægður með liðið. Mér líður eins og hlutirnir eru ekki alveg að falla fyrir okkur og við erum ekki alveg að uppskera það sem við erum að sá. Þetta er stöngin út hjá okkur. Liðið lítur alveg vel út en við þurfum að fara að vinna leiki. Hlutirnir detta meira fyrir þig þegar þú leggur meira á þig og við erum tilbúnir í það.

Sigurður talar um að liðið þarf að fara að byrja að vinna leiki en hvernig gera þeir það?

Við þurfum að halda áfram að spila. Mér fannst við eiga skilið að fá meira úr þessum leik og öðrum leikjum líka. Við þurfum að leggja meira á okkur. Við þurfum að láta hlutina detta fyrir okkur. Við erum búnir með erfiða leiki. Við þurfum bara að vera jákvæðir og setja kassann út. Ég er sannfærður um að liðið mun standa sig mun betur í næsta leik.

Næsti leikur Þórs er á heimavelli gegn Leikni en Sigurður segir að leikurinn verði öðruvísi fyrir hann og Árna Elvar í Þórsliðinu.

Það verða tilfinningar í því. Það er leikmaður hérna hjá mér sem hefur spilað allt sitt líf með Leikni. Það verður öðruvísi leikur en við verðum tilbúnir í þann leik, það er ljóst.

Viðtalið við Sigurð Heiðar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner