Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 15. júní 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekkelsi að tapa þessu á einhverju once in a lifetime marki. Í leik sem við vorum ofan á í fyrri en við komum ekki alveg nógu góðir út í seinni hálfleikinn. Svo kom bara þetta once in a lifetime mark og leikurinn spilaðist bara eins og hann spilaðist.“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs Akureyri, eftir svekkjandi 1-0 tap þeirra í Grafarvoginum í dag gegn Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Sigurður talar um að hann hafi verið ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki svo mikið seinni hálfleikinn.

Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt í dag. Við vorum ánægðir með okkur í hálfleiknum, flottir  í fyrri hálfleik fannst mér. Við komum úr erfiðum leik gegn Stjörnunni á þriðjudaginn og völlurinn þurr og þungur. Þetta var alveg hægt en ég var alveg ánægður með liðið. Mér líður eins og hlutirnir eru ekki alveg að falla fyrir okkur og við erum ekki alveg að uppskera það sem við erum að sá. Þetta er stöngin út hjá okkur. Liðið lítur alveg vel út en við þurfum að fara að vinna leiki. Hlutirnir detta meira fyrir þig þegar þú leggur meira á þig og við erum tilbúnir í það.

Sigurður talar um að liðið þarf að fara að byrja að vinna leiki en hvernig gera þeir það?

Við þurfum að halda áfram að spila. Mér fannst við eiga skilið að fá meira úr þessum leik og öðrum leikjum líka. Við þurfum að leggja meira á okkur. Við þurfum að láta hlutina detta fyrir okkur. Við erum búnir með erfiða leiki. Við þurfum bara að vera jákvæðir og setja kassann út. Ég er sannfærður um að liðið mun standa sig mun betur í næsta leik.

Næsti leikur Þórs er á heimavelli gegn Leikni en Sigurður segir að leikurinn verði öðruvísi fyrir hann og Árna Elvar í Þórsliðinu.

Það verða tilfinningar í því. Það er leikmaður hérna hjá mér sem hefur spilað allt sitt líf með Leikni. Það verður öðruvísi leikur en við verðum tilbúnir í þann leik, það er ljóst.

Viðtalið við Sigurð Heiðar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner