Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. júlí 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Leicester búið að finna arftaka Maguire?
Mynd: Getty Images
Harry Maguire virðist vera að færast nær Manchester United. Talið er að United muni borga 80 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn.

Fari svo að Maguire endi hjá Manchester United þá virðist Leicester vera komið með plan.

Enskir fjölmiðlar halda því fram að stjórnarmenn Leicester hafi nú þegar sett sig í samband við Brighton og spurt út í Lewis Dunk.

Dunk er miðvörður fæddur árið 1991 og hefur spilað með Brighton síðan árið 2010.

Brighton setur háan verðmiða á leikmanninn en Leicester er sagt þurfa að borga 45 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner