Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Bellingham sagður á leið til Dortmund
Mynd: Getty Images
Þýska blaðið Bild segir að Borussia Dortmund sé búið að kaupa miðjumanninn Jude Bellingham frá Birmingham.

Kaupverðið er sagt hljóða upp á 22,5 milljónir punda sem gerir Bellingham að dýrasta unglingi í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 17 ára gamli Bellingham hefur verið eftirsóttur að undanförnu og hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United.

Bild segir að Bellingham sé búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Dortmund sem færir honum 2,7 milljónir punda í laun á mánuði.

Dortmund ætlaði upphaflega að greiða 31,5 milljón punda fyrir Bellingham en eftir kórónaveiruna lækkaði verðmiðinn. Birmingham fær hins vegar góða prósentu af næstu sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner