Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júlí 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Ræningjar réðust á Carvalhal sem slóst við þá
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal, fyrrum stjóri Swansea og Sheffield Wednesday, lenti í leiðinlegu atviki aðfaranótt þriðjudags þegar ræningjar réðust á hann.

Carvalhal er í dag þjálfari Rio Ave í Portúgal og hann var á leiðinni heim eftir leik liðsins gegn Maritimo þegar þrír ræningjar réðust á hann klukkan 2:15.

„Ég ákvað að slást, sem var kannski áhættusöm ákvörðun, en með hjálp frá syni mínum, Jose Carlos, náðum við að losna. Við erum með smá skurði og marbletti en ekkert alvarlegt," sagði Carvalhal brattur eftir atvikið.

Rio Ave jafnaði stigamet sitt í portúgölsku úrvalsdeildinni í leiknum á mánudag en liðið er í 6. sæti deildarinnar og í baráttu um Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner