Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   mið 15. júlí 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid getur orðið meistari á morgun - „Fagnið heima"
Mynd: Marca
Real Madrid hefur sent stuðningsmönnum yfirlýsingu og biður þá um að fagna spænska meistaratitlinum heima, ef titillinn kemur í hús á morgun.

Zinedine Zidane og lærisveinar eru aðeins einum sigri frá því að tryggja sér titilinn en það yrði fyrsti deildarmeistaratitill félagsins síðan 2017.

Real Madrid er með fjögurra stiga forystu í La Liga þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Stuðningsmenn Real Madrid eru vanir því að fagna titlum félagsins við gosbrunnana á Plaza de Cibeles torginu í miðbænum.

Í spænsku höfuðborginni eru í gangi strangar samkomutakmarkanir og á forsíðu Marca er fólki sagt að fagna heima.

Lögreglan mun sérstaklega vakta umrætt torg til að koma í veg fyrir hópamyndanir.

Real Madrid á heimaleik gegn Villarreal á morgun klukkan 19:00. Leikurinn verður á Alfredo Di Stefano vellinum, æfingavelli Real Madrid, en framkvæmdir standa yfir við aðalvöllinn.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner