Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. júlí 2021 23:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Sonur Heimis Hallgríms sá rautt í tapi gegn Álftanesi
Álftanes vann 5-0 sigur.
Álftanes vann 5-0 sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það voru tveir leikir spilaðir í 4. deildinni á þessu ágæta fimmtudagskvöldi.

Álftanes vann öruggan 5-0 sigur gegn Birninum í C-riðlinum. Álftanes er núna einu stigi frá toppnum eftir tíu leiki en Björninn er í fimmta sæti með 15 stig. Hallgrímur Heimisson, sonur Heimis Hallgrímssonar - fyrrum landsliðsþjálfara, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin.

Í D-riðlinum unnu Vængir Júpiters sigur í Breiðholtinu gegn KB. Vængir eru með 27 stig eftir tíu leiki og á toppnum í D-riðlinum. KB er með fjögur stig í sjöunda sæti.

C-riðill:
Álftanes 5 - 0 Björninn
1-0 Finn Axel Hansen ('22)
2-0 Daníel Ingi Egilsson ('23)
3-0 Daníel Ingi Egilsson ('54)
4-0 Andri Janusson ('61)
5-0 Jón Helgi Pálmason ('87)
Rautt spjald: Hallgrímur Heimisson, Björninn ('86)

D-riðill:
KB 1 - 3 Vængir Júpiters
0-1 Aron Páll Símonarson ('2)
1-1 Friðjón Magnússon ('6)
1-2 Kristófer Dagur Arnarsson ('37)
1-3 Aron Fannar Hreinsson ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner