Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. júlí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur í Safamýrinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil spenna framundan í Lengjudeildunum í kvöld. Topplið Fram sem er á blússandi siglingu í Lengjudeild karla tekur á móti ÍBV í stórleik og toppslag.

Fram er nánast með fullt hús stiga og níu stiga forystu á ÍBV sem er búið að tapa þremur leikjum á deildartímabilinu.

Selfoss og Kórdrengir mætast svo í nýliðaslag en Kórdrengjum hefur gengið talsvert betur en Selfyssingum og eru þeir aðeins þremur stigum frá 2. sæti. Selfoss er aftur á móti tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Föllnu Pepsi Max-deildarlið Gróttu og Fjölnis eigast svo við á meðan Afturelding tekur á móti botnliði Víkings Ó. sem var að bæta nýjum mönnum við sig á dögunum.

Í Lengjudeild kvenna getur topplið KR aukið forystuna sína í fimm stig með sigri gegn botnliði Augnabliks á heimavelli. Augnablik er aðeins með fimm stig eftir átta umferðir.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í neðri deildum karla. KV getur náð 2. sæti í 2. deild á meðan Augnablik og Ægir eigast við í toppbaráttu 3. deildar.

Lengjudeild karla
18:00 Fram-ÍBV (Framvöllur)
19:15 Selfoss-Kórdrengir (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Grótta-Fjölnir (Vivaldivöllurinn)
19:15 Afturelding-Víkingur Ó. (Fagverksvöllurinn Varmá)

Lengjudeild kvenna
18:00 KR-Augnablik (Meistaravellir)

2. deild karla
19:15 KV-Kári (KR-völlur)

3. deild karla
20:00 Ægir-Augnablik (Þorlákshafnarvöllur)

4. deild karla - C-riðill
20:00 Álftanes-Björninn (OnePlus völlurinn)

4. deild karla - D-riðill
20:00 KB-Vængir Júpiters (Domusnovavöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner