Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. júlí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kórdrengir að kaupa markvörð Þróttar
Lengjudeildin
Franko Lalic
Franko Lalic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir eru að kaupa markvörðinn Franko Lalic af Þrótti. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Kórdrengir hafa verið í markvarðarleit eftir að Lukas Jensen var kallaður aftur heim til Burnley en Jensen lék með Kórdrengjum fyrri hluta tímabilsins.

Lalic er þrítugur Króati sem kom til Þróttar fyrir síðasta tímabil. Hann kom fyrst til Íslands árið 2019 og lék með Víkingi Ólafsvík.

Sindri Snær Vilhjálmsson hefur varið mark Kórdrengja í undanförnum tveimur leikjum en hann er á leið í nám til Bandaríkjanna. Þá sleit Andri Þór Grétarsson hásin í upphafi móts og verður ekki meira með á tímabilinu.

Þróttarar hafa þegar brugðist við því að missa Lalic því Sveinn Óli Guðnason hefur verið kallaður úr láni frá ÍR en hann hefur varið mark liðsins í 2. deildinni í sumar. Sveinn lék tvo leiki með Þrótti í fyrra og þrjá sumarið 2019. Hann er fæddur árið 2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner